Ríkisstjórnin á Spáni vill skoða það að draga sig úr keppni á HM á næsta ári ef Ísrael verður þátttakandi þar.
Mótið á næsta ári fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó og verður án efa eitt það glæsilegasta frá upphafi.
Ísrael er sem stendur í þriðja sæti undanriðils síns með jafnmörg stig og Ítalía í öðru sætinu, en það gefur umspil um sæti á HM.
Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, vill að Ísrael verði bannað frá þátttöku í alþjóðlegum íþróttum vegna átakanna á Gasa.
Talsmaður spænska sósíalistaflokksins, sem Sanchez leiðir, segir að ríkisstjórnin gæti kostið um það hvort hætt verður við þátttöku á HM ef Ísrael verður með.
Kemur þetta í kjölfar háværrar umræðu um að einhver lönd ætli jafnvel að sniðganga Eurovision-söngvakeppnina í vor, fái Ísrael að vera með þar eins og undanfarin ár.
Ísland er þar á meðal, sem og Holland, Slóvenía, Írland og Spánn.