Lisandro Martinez miðvörður Manchester United er mættur aftur út á völl og er endurhæfing hans í góðum gír. Varnarmaðurinn sleit krossband í febrúar.
Martinez er 27 ára gamall en það eru þó enn nokkrar vikur í það að hann geti farið aftur út á völl.
Varnarmaðurinn hefur ekki hafið æfingar með liðinu en búist er við að á næstu vikum taki hann það skref.
Martinez var mikilvægur hlekkur í liði Ruben Amorim áður en hann meiddist og hefur liðið saknað hans í varnarleiknum.
United tekur á móti Chelsea um helgina í ensku deildinni en talið er að Martinez geti farið að taka þátt í leikjum í lok október, komi ekkert bakslag.