fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Átti misheppnaða dvöl í Evrópu síðast en gæti endað í ensku úrvalsdeildinni

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 18. september 2025 16:00

Kaio Jorge ásamt Lucas Paqueta, sem spilar einmitt með West Ham. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

West Ham hefur áhuga á Kaio Jorge, leikmanni Cruzeiro í heimalandi hans, Brasilíu. Þetta kemur fram í miðlum þar í landi.

Um er að ræða 23 ára gamlan fyrrum framherja Juventus. Honum tókst ekki að sanna sig á þremur árum á Ítalíu, þar sem hann var meðal annars lánaður til Frosinone, en hefur sprungið út eftir endurkomuna til Brasilíu í fyrra.

West Ham er þegar farið að horfa í styrkingu fyrir janúargluggann eftir erfiða byrjun á tímabilinu og er Jorge þar á blaði.

Félagið sýndi honum einnig áhuga í sumar og var til í að greiða yfir 20 milljónir punda. Ekkert varð þó af skiptunum þá en ekki er útilokað að þau gangi eftir í vetur.

Jorge lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir Brasilíu í sigri á Síle á dögunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Spænska ríkisstjórnin skoðar það að sniðganga HM

Spænska ríkisstjórnin skoðar það að sniðganga HM
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu átök Simeone við stuðningsmann Liverpool – Kallar eftir refsingu en stuðningsmaðurinn tjáir sig

Sjáðu átök Simeone við stuðningsmann Liverpool – Kallar eftir refsingu en stuðningsmaðurinn tjáir sig
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Næstu þrír leikir gætu verið þeir síðustu hjá Amorim ef illa fer

Næstu þrír leikir gætu verið þeir síðustu hjá Amorim ef illa fer
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tilkynna um andlát ungs manns – Samfélagið harmi slegið

Tilkynna um andlát ungs manns – Samfélagið harmi slegið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Njarðvík leiðir eftir fyrri leikinn – Diouck skoraði og sá rautt

Njarðvík leiðir eftir fyrri leikinn – Diouck skoraði og sá rautt
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu