Samkvæmt Talksport ætlar Newcastle að reyna að kaupa Kobbie Mainoo miðjumann Manchester United í janúar.
Mainoo vildi fara frá United í sumar en félagið neitaði að lána enska landsliðsmanninn.
Hlutverk Mainoo hefur minnkað mikið undir stjórn Ruben Amorim en áður var hann í lykilhlutverki.
Mainoo er öflugur miðjumaður en hann er 21 árs gamall og vill spila meira til að eiga séns á að komast með á HM næsta sumar.
Eddie Howe stjóri Newcastle er sagður hafa mikið álit á Mainoo og telur að hann geti styrkt Newcastle mikið.