Manchester United var með 666,5 milljónir punda í tekjur á síðustu leiktíð sem eru mestu tekjur í sögu félagsins.
Þetta kemur á tímabili þar sem liðið var í Evrópudeildinni en félagið tapaði 33 milljónum punda á tímabilinu.
Sir Jim Ratcliffe stjórnandi og einn eiganda félagsins hefur verið að taka til í rekstrinum og kemur það fram í minna tapi en áður.
Félagið tapaði 113 milljónum punda árið áður og hefur niðurskurður Ratcliffe haldið áfram, ætti hann að skila sér betur á næstu leiktíð.
United hefur aldrei haft meiri tekjur af leikdögum og auglýsingum, árangurinn innan vallar er hins vegar áfram lélegur og ekki sér fyrir endann á því.