fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu

433
Miðvikudaginn 17. september 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasilísk yfirvöld hafa hafið rannsókn á ásökunum sem borist hafa á hendur fyrrum landsliðsmanni Brasilíu og Chelsea, David Luiz. Rannsóknin beinist að meintum hótunum sem samfélagsráðgjafi að nafni Francisca Karollainy Barbosa Cavalcante hefur fullyrt að hún hafi orðið fyrir af hálfu leikmannsins.

Cavalcante segir að Luiz hafi byrjað að hóta sér eftir að hún neitaði að fara í trekant með honum. Hún segist hafa verið viðhald Luiz um lengri tíma en hann er í sambandi með annari konu.

David Luiz.

Karollainy, sem er 26 ára gömul, lagði fram kæru á hendur Luiz fyrr í sumar. Í kjölfarið hefur dómari veitt lögreglu heimild til að leggja hald á farsíma hennar til réttargreiningar. Lögmaður hennar segir skjólstæðing sinn hafa afhent símann af fúsum og frjálsum vilja til yfirvalda í Fortaleza.

Myndir af skilaboðum Luiz hafa farið í umferð og þar á hann að hafa sagt við Cavalcante að hún myndi þurfi að taka afleiðingum þessa mál og jafnvel sonur hennar líka. Hann á einnig að hafa hótað því að láta hana hverfa.

David Luiz, sem nú leikur með Fortaleza í brasilísku Serie A-deildinni, hefur hafnað öllum ásökunum og hafið mál gegn Karollainy fyrir meiðyrði og ærumeiðingar. Í yfirlýsingu frá lögfræðingum Luiz kemur fram að hann hafi aðeins átt örfá samskipti við við konuna í gegnum skilaboð og að hann hafi aldrei hitt hana persónulega.

Þá hefur hann einnig neitað því að umrædd dvöl á hóteli í Fortaleza, sem Karollainy segist hafa átt með Luiz, hafi átt sér stað og fullyrt að engin slík bókun sé skráð þar.

Málið er nú í formlegri rannsókn hjá lögregluyfirvöldum og hefur dómstóll einnig úrskurðað um nálgunarbann gagnvart Luiz, á meðan rannsókn málsins stendur yfir.

David Luiz lék áður með bæði Chelsea og Arsenal og var hluti af brasilíska landsliðinu um árabil. Hann er nú 38 ára gamall og samningsbundinn Fortaleza.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Varamennirnir hetjur Arsenal á Spáni

Varamennirnir hetjur Arsenal á Spáni
433Sport
Í gær

Fékk símtal mánuði eftir einnar nætur gaman með konu – Hótaði þessu ef ekki ætti illa að fara

Fékk símtal mánuði eftir einnar nætur gaman með konu – Hótaði þessu ef ekki ætti illa að fara