Bruno Lage var rekinn sem þjálfari Benfica í nótt eftir 2-3 tap gegn Qarabag frá Aserbaídsjan á heimavelli í Meistaradeild Evrópu. Benfica komst í 2-0 í leiknum.
Tapið gegn Qarabag var síðasti naglinn í kistu Lage og er Jose Mourinho að taka við.
Mourinho vill fara strax aftur að þjálfa en hann var rekinn frá Fenerbache fyrir nokkrum vikum.
Mourinho var stjóri Benfica í stutta stund árið 2000 áður en þjálfaraferill hans fór á flug.
Hann snýr nú aftur heim og fær heldur betur krefjandi verkefni, þá sérstaklega í Meistaradeild Evrópu.
🦅🇪🇺 If José Mourinho signs for Benfica as deal is very close, this would be the Champions League schedule.
🔙 Chelsea
🏴 Newcastle
🇩🇪 Leverkusen
🇳🇱 Ajax
🇮🇹 Napoli
🇮🇹 Juventus
🔙 Real Madrid pic.twitter.com/UpGNAWfNpf— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 17, 2025