fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Gústi Gylfa hættir með Leikni eftir að hafa bjargað liðinu frá falli

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 17. september 2025 15:24

Ágúst Gylfason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágúst Gylfason er hættur störfum með Leikni Reykjavík en hann tók við liðinu á miðju tímabili og bjargaði því frá falli.

Ágúst tók við Leikni á slæmum stað en Ólafi Hrannari Kristjánssyni var þá nýverið sagt upp störfum.

Leiknir bjargaði sér frá falli formlega í síðustu umferð deildarinnar.

Ágúst hefur mikla reynslu úr þjálfun og hefur meðal annars stýrt Breiðablik, Stjörnunni, Fjölni og fleiri liðum með góðum árangri.

Af vef Leiknis:
Ágúst Gylfason lætur af störfum hjá Leikni.
Ágústi er þakkað fyrir mjög góð störf. Hann tók við Leikni á miðju tímabili og náði því markmiði að halda liðinu uppi í Lengjudeildinni.
Leit að þjálfara félagsins fyrir Lengjudeildina 2026 er hafin

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vilja kaupa Mainoo frá United í janúar

Vilja kaupa Mainoo frá United í janúar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Félögin græða vel næsta sumar – FIFA stækkar kökuna sem fer til félaga

Félögin græða vel næsta sumar – FIFA stækkar kökuna sem fer til félaga
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gerði Chelsea stór mistök í sumar? – Seldu Madueke og eyddu 120 milljónum punda til að fylla skarðið

Gerði Chelsea stór mistök í sumar? – Seldu Madueke og eyddu 120 milljónum punda til að fylla skarðið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Leikmenn United sagðir missa trúna á kerfi Amorim – Stjórnin telur úrslitin ekki fylgja frammistöðum

Leikmenn United sagðir missa trúna á kerfi Amorim – Stjórnin telur úrslitin ekki fylgja frammistöðum