Paris Saint-Germain vildi fá Gabriel Martinelli frá Arsenal í sumar en ekkert varð af skiptunum. The Independent segir frá.
Martinelli var orðaður frá Arsenal í sumar, sér í lagi þar sem félagið styrkti sig vel í stöðunum fremst á vellinum og Brasilíumaðurinn ekki endilega lengur hluti af besta byrjunarliðinu.
Evrópumeistarar PSG voru til í að greiða vel fyrir hann en ekkert varð af skiptunum. Mikel Arteta sér hann enn sem mikilvægan hluta af sínu liði á Emirates-leikvanginum.
Martinelli sannaði mikilvægi sitt í gær er hann kom inn á sem varamaður og kom Arsenal í 0-1 gegn Athletic Bilbao í 1. umferð Meistaradeildarinnar. Leikurinn vannst 0-2.
Martinelli gekk í raðir Arsenal frá heimalandinu sumarið 2019.