Fyrsta umferð deildarkeppni Meistaradeildarinnar heldur áfram og fóru sex leikir fram í kvöld.
Liverpool vann enn einn dramatíska sigurinn á leiktíðinni í stórleik gegn Atletico Madrid. Liverpool komst í 2-0 snemma leiks með mörkum Andy Robertson og Mohamed Salah.
Þá var komið að Marcos Llorente sem minnkaði muninn rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og jafnaði á 81. mínútu. Virgil van Dijk skoraði þó sigurmark Liverpool í uppbótartíma. Lokatölur 3-2.
Í öðrum stórleik tók Bayern Munchen á móti Chelsea. Heimamenn komust í 2-0 með sjálfsmarki Trevoh Chalobah og vítaspyrnu Harry Kane. Cole Palmer minnkaði muninn með glæsilegu marki áður en Kane innsiglaði 3-1 sigur.
Evrópumeistarar Paris Saint-Germain fara þá frábærlega af stað, með 4-0 sigri á Atalanta. Inter vann svo 0-2 útisigur á Ajax.
Úrslit kvöldsins
Liverpool 3-2 Atletico Madrid
Bayern Munchen 3-1 Chelsea
PSG 4-0 Atalanta
Ajax 0-2 Inter
Slavia Prag 2-2 Bodo/Glimt
Olympiacos 0-0 Pafos