Fyrsta leikdegi í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu er lokið en Real Madrid vann nauman 2-1 sigur á Marseille á heimavelli þar sem mikið gekk á.
Trent Alexander-Arnold fór meiddur af velli hjá Real eftir nokkrar mínútur þegar hann meiddist á læri.
Gestirnir frá Frakklandi komust yfir í leiknum þegar Timothy Weah skoraði eftir undirbúning frá Mason Greenwood. Kylian Mbappe jafnaði svo fyrir heimamenn úr vítaspyrnu og staðan 1-1 í hálfleik.
Dani Carvajal sem kom inn fyrir Trent í leiknum var svo rekinn af velil fyrir að skalla markvörð Marseille í andlitið. Skömmu síðar skoraði Mbappe aftur úr vítaspyrnu og tryggði Real 2-1 sigur.
Borussia Dortmund komst í 2-4 stöðu gegn Juventus á útivelli en heimamenn jöfnuðu með tveimur mörkum í uppbótartíma. Öll átta mörk leiksins komu í seinni hálfleik. . Í London vann Tottenham 1-0 sigur á Villarreal þar sem eina markið var sjálfsmark gestanna á fjórðu mínútu.
Qarabag frá Aserbaídsjan vann svo 2-3 sigur á Benfica á útivelli eftir að hafa lent tveimur mörkum undir.
Fyrr í kvöld hafði svo Arsenal unnið 0-2 sigur á Athletic Bilbao.