fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Stuð í Meistaradeildinni í kvöld: Mbappe skoraði tvö og Trent meiddist í sigri Real – Átta mörk í seinni hálfleik á Ítalíu

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 16. september 2025 21:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta leikdegi í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu er lokið en Real Madrid vann nauman 2-1 sigur á Marseille á heimavelli þar sem mikið gekk á.

Trent Alexander-Arnold fór meiddur af velli hjá Real eftir nokkrar mínútur þegar hann meiddist á læri.

Gestirnir frá Frakklandi komust yfir í leiknum þegar Timothy Weah skoraði eftir undirbúning frá Mason Greenwood. Kylian Mbappe jafnaði svo fyrir heimamenn úr vítaspyrnu og staðan 1-1 í hálfleik.

Dani Carvajal sem kom inn fyrir Trent í leiknum var svo rekinn af velil fyrir að skalla markvörð Marseille í andlitið. Skömmu síðar skoraði Mbappe aftur úr vítaspyrnu og tryggði Real 2-1 sigur.

Borussia Dortmund komst í 2-4 stöðu gegn Juventus á útivelli en heimamenn jöfnuðu með tveimur mörkum í uppbótartíma. Öll átta mörk leiksins komu í seinni hálfleik. . Í London vann Tottenham 1-0 sigur á Villarreal þar sem eina markið var sjálfsmark gestanna á fjórðu mínútu.

Qarabag frá Aserbaídsjan vann svo 2-3 sigur á Benfica á útivelli eftir að hafa lent tveimur mörkum undir.

Fyrr í kvöld hafði svo Arsenal unnið 0-2 sigur á Athletic Bilbao.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Birtir mynd til að sýna fólki hvernig er komið fram við hann – Huggar sig við 53 milljónir í laun á viku

Birtir mynd til að sýna fólki hvernig er komið fram við hann – Huggar sig við 53 milljónir í laun á viku