fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Hjörvar talar um afturhvarf til fortíðar og var pirraður að hlusta á – „Hann var að garga í eyrun á mér“

433
Þriðjudaginn 16. september 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðason, Dr. Football, varð hálf pirraður að horfa á sjónvarpið sitt í gær þegar ÍA vann 3-1 sigur á Aftureldingu í Bestu deild karla.

Ástæðan var sú að Dean Martin aðstoðarþjálfari ÍA var gólandi sí og æ allan leikinn. Hann reyndi að fjarstýra leikmönnum liðsins.

„Lárus Orri er yndislegur náungi, Dean Martin er það líka. Hann er óþolandi þarna á hliðarlínunni,“ sagði Hjörvar um málið í nýjasta hlaðvarpi sínu.

Hjörvar beið eftir því að einhver leikmaður ÍA myndi svara Dean. „Hann var að garga í eyrun á mér, ég beið eftir að einhver úr ÍA myndi sparka boltanum út af og fara að skiptast á höggunum.“

„Þeir voru svona upp í HK, Dean og Jói Kalli. Þeir æstu hvorn annan upp á hliðarlínunni, þetta er leiðinlegt og afturhvarf til fortíðar þessi PlayStation stjórnun.“

Gestir Hjörvars tóku undir þetta. „Þú ert hægri bakvörður og endar þar sem þjálfarinn er, þarft að hlusta á þetta gól,“ sagði Hjörvar að endingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Birtir mynd til að sýna fólki hvernig er komið fram við hann – Huggar sig við 53 milljónir í laun á viku

Birtir mynd til að sýna fólki hvernig er komið fram við hann – Huggar sig við 53 milljónir í laun á viku