Hákon Rafn Valdimarsson breyttist úr skúrki í hetju hjá Brentford gegn Aston Villa í Deildarbikarnum í kvöld. Brentford vann leikinn í vítaspyrnukeppni.
Aston Villa tók forystu í leiknum en Það var Harvey Elliott sem kom Villa yfir með sínu fyrsta marki fyrir félagið en Hákon var svekktur með sjálfan sig.
Eftir sendingu frá Hákoni missti Brentford boltann og skot Harvey kom í kjölfarið, það var nálægt Hákoni sem náði ekki að verja og boltinn rataði í gegnum klof hans.
Brentford jafnaði í síðari hálfleik og því var farið í vítaspyrnukeppni þar sem Hákon var hetja liðsins og varði tvær spyrnur.
Hákon Rafn varði fyrstu spyrnuna frá John McGinn og svo fjórðu spyrnu Villa frá Matty Cash. Brentford skoraði úr öllum sínum og vann leikinn.
Á sama tíma vann Grimsby 0-1 sigur á Sheffield Wednesday en Grimsby vann Manchester United í umferðinni á undan.