Erik Ten Hag er á óskalista Twente í heimalandinu Hollandi ef marka má fréttir þaðan.
Þessi fyrrum stjóri Manchester United var rekinn frá Bayer Leverkusen á dögunum eftir aðeins tvo leiki við stjórnvölinn og er því aftur án starfs.
Twente rak einmitt Joseph Oosting á dögunum eftir dapurt gengi í upphafi leiktíðar og stjórastaðan því laust.
Ten Hag þekkir vel til hjá Twente, en hann var í mörg ár hjá félaginu á leikmannaferlinum.
Íslenski landsliðsmaðurinn Kristian Nökkvi Hlynsson er á mála hjá hollenska félaginu.