fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Starfsmaður á Manchester-slagnum vekur mikla reiði

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 15. september 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti mikla athygli og reiði stuðningsmanna Manchester City að sjá barþjón á heimavelli liðsins í treyju Manchester United í nágrannaslag liðanna í gær.

City vann sannfærandi 3-0 sigur en þyrstir vallargestir ráku margir hverjir upp stór augu þegar þeir sáu starfsmann dæla bjór í treyju hins liðsins í borginni.

Var hann í peysu yfir en renndi svo frá áður en hann fór að afgreiða. Í kjölfar mikillar gagnrýni brást City við með yfirlýsingu.

„Takk fyrir að vekja athygli okkar á þessu. Við getum staðfest að umræddum aðila hefur verið vikið úr starfi,“ sagði í henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Stjarnan og Þróttur með sigra – Víkingur upp í efri hlutann

Stjarnan og Þróttur með sigra – Víkingur upp í efri hlutann
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu fallegt augnablik í dag – Meyr er hann tók við óvæntum glaðningi

Sjáðu fallegt augnablik í dag – Meyr er hann tók við óvæntum glaðningi