Ekki er til umræðu hjá Manchester United að reka Ruben Amorim stjóra liðsins úr starfi. Amorim hefur ekki náð að finna taktinn hjá United.
Amorim kom til United í nóvember í fyrra og hefur stýrt liðinu í 31 deildarleik þar sem liðið hefur aðeins náð í 31 stig.
United tapaði 3-0 gegn Manchester City í gær en Manchester Evening News segir að Amorim þurfi ekki að óttast starfið.
Heimildarmaður blaðsins segir það ótrúlegt að Amorim sé ekki í hættu eftir að hafa tapað 16 leikjum af 31.
Amorim er í brekku og haldi úrslitin áfram með þessum hætti gæti tónninn breyst. Liðið á leik gegn Chelsea næstu helgi.