Wayne Rooney telur að Ruben Amorim verði að treysta á Harry Maguire til að veita Manchester United liðinu nauðsynlega leiðtogahæfileika eftir tap gegn erkifjendunum í Manchester City um helgina.
United liðið tapaði 3-0 á Etihad á sunnudaginn. Phil Foden kom City yfir áður en Erling Haaland bætti við tveimur mörkum og innsiglaði sigurinn.
United hefur aðeins unnið einn af fyrstu fjórum leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og féll einnig úr enska deildarbikarnum gegn Grimsby, sem margir telja niðurlægjandi úrslit.
Rooney, sem er markahæsti leikmaður í sögu félagsins, sagði í þættinum Wayne Rooney Show á BBC að liðið skorti sterka leiðtoga inni á vellinum og telur að Harry Maguire sé rétti maðurinn til að stíga upp í því hlutverki.
Amorim stillti upp þriggja manna varnarlínu gegn City þar sem Leny Yoro, Matthijs de Ligt og Luke Shaw voru í byrjunarliðinu. Maguire kom inn af bekknum á 62. mínútu.
„Harry ætti að byrja leiki,“ sagði Rooney. „Ég heyrði Jimmy Floyd Hasselbaink tala um hvað England hafi saknað hans á EM, hann er náttúrulegur leiðtogi.“
„Ég horfði á þetta og hugsaði, hvernig er hann ekki að spila þegar þessir þrír eru þarna inni?“
„Það vantar leiðtoga í þetta lið.“