fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Jafntefli í Kópavogi – Stig sem gerði lítið fyrir bæði lið og ÍBV missir af efri hlutanum

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 15. september 2025 19:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik og ÍBV skildu jöfn í Bestu deild karla en formlegri deildarkeppni er nú lokið. ÍBV rétt missir af sæti í efri hlutanum.

ÍBV komst yfir í fyrri hálfleik en markið verður að öllum líkindum skráð sem sjálfsmark á Damir Muminovic. Hann reyndi að bjarga á línu en skaut boltanum í slánna og inn.

Tobias Thomsen jafnaði fyrir Blika í síðari hálfleik en tæpar tíu mínútur voru þá eftir af leiknum.

Hvorugu liðinu tókst að skora eftir þetta en segja má að stigið geri lítið fyrir bæði lið, Breiðablik er nú átta stigum á eftir toppliði Víkings þegar fimm leikir eru eftir.

ÍBV hins vegar missir af sæti í efri hlutanum og enda í sjöunda sæti eftir 22 leiki.

ÍBV endar með 29 stig líkt og Fram og KA, en Fram tekur sjötta sætið á markatölu og fer þar með í efri hlutann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Guardiola í flokk með Ferguson

Guardiola í flokk með Ferguson
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Starfsmaður á Manchester-slagnum vekur mikla reiði

Starfsmaður á Manchester-slagnum vekur mikla reiði
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“