Skagamenn eru komnir úr botnsæti Bestu deildar karla eftir 3-1 sigur á Aftureldingu á heimavelli í kvöld, liðið fer með sigrinum af botni deildarinnar.
Ómar Björn Stefánsson skoraði í tvígang í leiknum og Viktor Jónsson gerði eitt mark fyrir heimamenn.
Aketchi Kassi minnkaði í 2-1 fyrir Aftureldingu þegar lítið var eftir en Ómar Björn skoraði þriðja mark Skagamanna mínútu síðar.
Skagamenn fara upp í ellefta sætið og eru með 22 stig, stigi meira en Afturelding. Skagamenn eru tveimur stigum á eftir KR.
Deildin er nú á leið í skiptingu þar sem Skaginn og Afturelding berjast fyrir lífi sínu.