fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Gömul skrif Óskars rata upp á yfirborðið eftir afhroð gærdagsins – „Mönnum þar á bæ til háborinnar skammar“

433
Mánudaginn 15. september 2025 08:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR tapaði 0-7 í lokaumferð hefðbundins Íslandsmóts gegn Víkingi í gær. Liðið tapaði með sama mun í lokaumferðinni fyrir 22 árum síðan og fengu á baukinn frá núverandi þjálfara liðsins, Óskari Hrafni Þorvaldssyni, í kjölfarið.

Víkingur lék sér að KR í gær og skellti sér á topp deildarinnar. KR er á sama tíma í bullandi fallbaráttu, með 21 stig í tíunda sæti og aðeins 3 stigum frá fallsvæðinu fyrir tvískiptingu deildarinnar. Þá á Afturelding í sætinu fyrir neðan leik til góða.

Það var aðeins annað uppi á tengingnum 2003. Þá hafði KR þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn en tapaði síðustu tveimur leikjum sínum, og þeim síðasta stórt gegn FH, 7-0. Þarna var Óskar Hrafn Þorvaldsson, nú þjálfari KR, íþróttafréttamaður á DV.

„KR-ingar eru Íslandsmeistarar og venju samkvæmt fyllilega verðskuldað. Það er þó staðreynd í dag að enginn man eftir Íslandsmeistaratitlinum. Slæleg frammistaða Íslandsmeistaranna í síðustu leikjum mótsins hefur stolið senunni,“ skrifaði Óskar í pistli eftir leikinn við FH, sem hefur vakið athygli á samfélagsmiðlinum í X eftir að hann birtist þar í gær.

„Þeir þjást af einhverjum þeim alverstu timburmönnum sem um getur í sögunni og það sorglegasta var að leikmenn liðsins virtust lítinn sem engan áhuga hafa á því að hysja upp um sig brækurnar.

Lokaleikurinn gegn FH var mönnum þar á bæ til háborinnar skammar og með ólíkindum hvernig lið eins og KR getur dottið niður á slíkt plan. Leikmenn liðsins voru með hugarfar sigurvegara fram til 1. september – eftir það með hugarfar þeirra sem hafa engan metnað,“ skrifaði Óskar einnig um KR-liðið 2003.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu fallegt augnablik í dag – Meyr er hann tók við óvæntum glaðningi

Sjáðu fallegt augnablik í dag – Meyr er hann tók við óvæntum glaðningi
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ronaldo og félagar vilja ungstirni Börsunga óvænt

Ronaldo og félagar vilja ungstirni Börsunga óvænt
433Sport
Fyrir 2 dögum

Liverpool reyndi að losa sig við Diaz fyrir ári og vildu öflugan framherja í hans stað

Liverpool reyndi að losa sig við Diaz fyrir ári og vildu öflugan framherja í hans stað
433Sport
Fyrir 2 dögum

KFR vann neðstu deild í gær í dramatískum leik

KFR vann neðstu deild í gær í dramatískum leik