Manhcester City ætlaði sér að fá Gianluigi Donnarumma til liðs við sig næsta sumar, áður en félagið fór og keypti hann í sumar.
Ítalski markvörðurinn gekk í raðir City frá Paris Saint-Germain í sumar á tæpar 30 milljónir punda. Samningur hans í París var að renna út eftir ár.
Donnarumma var óvænt settur í frystinn hjá PSG í sumar eftir að hafa spilað lykilhlutverk í að gera liðið að Evrópumeistara í vor.
City ákvað því að kaupa hann nú í stað þess að lenda í kapphlaupi um að fá hann frítt næsta sumar.
Donnarumma lék sinn fyrsta leik með City gegn grönnunum í Manchester United í gær. Átti hann góðan leik í 3-0 sigri.
🚨🔵 Manchester City were already planning internally to try sign Gigio Donnarumma in 2026.
When they got the chance to sign him immediately anticipating other clubs ahead of next year, #MCFC activated the plan… fully approved by Pep.
🎥 https://t.co/jO6kZyrPwS pic.twitter.com/yYpy2eZnw1
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 15, 2025