Fyrsti brottreksturinn á 31 árs ferli hefði getað komið Ange Postecoglou úr jafnvægi en Ástralinn virðist nú þegar kominn aftur í takt.
Postecoglou mætti til starfa sem nýr stjóri Nottingham Forest í vikunni. Postecoglou var rekinn frá Tottneham í sumar.
Hann viðurkenndi að hann hafi vitað það í lengri tíma áður en Tottenham liðið vann úrslitaleik Evrópudeildarinnar að hann yrði látinn fara.
Spurður beint hvenær hann hefði fengið fréttirnar, svaraði hann hiklaust: „Það kemur í bókinni minni,“ sagði Postecoglou.
„Við unnum, héldum skrúðgöngu og þessir þrír dagar voru frábærir. Ég vildi ekki að það skyggði á upplifunina en ég vissi að þetta væri búið.“
Postecoglou bætti við: „Það eru aðrir sem taka slíkar ákvarðanir og það er þeirra að útskýra ástæður sínar. Við fórum með stuðningsmenn í gegnum erfiða tíma, en ég hef ekki hitt einn Spurs-aðdáanda sem vill ekki faðma mig og bjóða mér í mat. Það er fyrir það sem við gerum þetta.“