Rico Lewis hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við Manchester City.
Bakvörðurinn ungi var orðaður frá City í sumar og sagt að hann vildi stærra hlutverk. Nottingham Forest var nefnt sem hugsanlegur áfangastaður.
Sjálfur sagði Lewis hins vegar að hann vildi ekki fara og nú hefur hann gert gott betur, skrifað undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum, sem áður átti að renna út 2028.
„Það kemst ekkert að hjá mér nema hamingja núna. Þetta er stór stund fyrir mig og mína fjölskyldu,“ sagði Lewis eftir undirskrift.
Five more years 🤝 pic.twitter.com/q3X5tR9R9o
— Manchester City (@ManCity) September 12, 2025