Stjarnan, Þróttur og Víkingur unnu góða sigra í Bestu deild kvenna í kvöld.
Kamila Elise Pickett kom Fram yfir gegn Stjörnunni á útivelli en heimakonur svöruðu með mörkum Andreu Mist Pálsdóttur, Gyðu Kristínar Gunnarsdóttur og Úlfu Dís Úlfarsdóttur. Lokatölur 3-1.
Sierra Marie Lelii skoraði þá eina mark leiksins í sigri Þróttar á Þór/KA fyrir norðan. Gestirnir voru manni fleiri allan seinni hálfleikinn eftir rautt spjald Sonju Bjargar Sigurðardóttur undir lok þess fyrri.
Víkingur hélt þá góðu gengi sínu áfram með sigri á FH, 1-2, og er komið upp í efri hlutann. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir kom Víkingi yfir, Thelma Lóa Hermannsdóttir jafnaði fyrir Hafnfirðinga en Linda Líf Boama gerði svo sigurmarkið.
Markaskorarar frá Fótbolta.net