fbpx
Föstudagur 12.september 2025
433Sport

Sjáðu fallegt augnablik í dag – Meyr er hann tók við óvæntum glaðningi

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 12. september 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jack Grealish hefur farið vel af stað í treyju Everton og var valinn leikmaður ágústmánaðar í ensku úrvalsdeildinni.

Grealish gekk í raðir Everton á láni frá Manchester City í sumar, en þar var hann ekki inni í myndinni.

Hann virðist vera fullur sjálfstrausts í Liverpool-borg og er kominn með fjórar stoðsendingar í þremur leikjum.

Liðsfélagi hans, Kiernan Dewsbury-Hall, kom honum á óvart í innslagi sem Everton birti í dag og veitti honum verðlaunin.

„Rétt áður en við byrjum, ég veit að þetta er afmælisvikan þín svo ég er með smá gjöf handa þér. Þú átt þetta skilið,“ sagði hann og afhenti honum þau.

„Ég hélt þú værir að stríða mér, ég er eiginlega orðlaus,“ sagði einlægur Grealish.

Hann er fyrsti leikmaður Everton í fimm ár til að hljóta verðlaunin. Sá síðasti var Dominic Calvert-Lewin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eiður Smári titraði og skalf upp í sófa á þriðjudagskvöld þegar synir hans voru í eldlínunni

Eiður Smári titraði og skalf upp í sófa á þriðjudagskvöld þegar synir hans voru í eldlínunni
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

United staðfestir brottförina

United staðfestir brottförina
433Sport
Í gær

Skagamenn á lífi eftir að hafa skellt Íslandsmeisturunum

Skagamenn á lífi eftir að hafa skellt Íslandsmeisturunum
433Sport
Í gær

Víðir spyr hversu langt þetta eigi að ganga – „Viljum við það?“

Víðir spyr hversu langt þetta eigi að ganga – „Viljum við það?“