Al-Nassr vill fá ungstirni frá Barcelona fyrir gluggalok í Sádi-Arabíu ef marka má fjölmiðla þar í landi.
Marc Bernal, 18 ára gamall miðjumaður, er sagður á óskalista Sáda. Um afar spennandi leikmann er að ræða, en hann er að stíga upp úr meiðslum.
Bernal lék þrjá leiki með Barcelona í La Liga á upphafi síðasta tímabils en sleit svo krossband og kom ekki meira við sögu.
Yrði hann annar leikmaðurinn sem Al-Nassr sækir til Barcelona á skömmum tíma, en Inigo Martinez fór sömu leið í sumar.