fbpx
Föstudagur 12.september 2025
433Sport

Einlægur Guðjón Pétur fer yfir ákvörðun sína – „Ég er mjög stoltur af þessum ferli“

433
Föstudaginn 12. september 2025 17:30

Guðjón Pétur Lýðsson. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Pétur Lýðsson er að leggja skóna á hilluna eftir meira en 500 leiki á Íslandi, tvo Íslandsmeistaratitla, bikarmeistaratitil og fleira til. Guðjón fór yfir sviðið með Helga Fannari Sigurðssyni í Íþróttavikunni hér á 433.is.

Guðjón lék með liðum eins og Breiðabliki, Val og Stjörnunni á frábærum ferli og einnig í atvinnumennsku með Helginsborg í Svíþjóð. Hann lék sinn síðasta heimaleik með uppeldisfélaginu Haukum í 2. deild um síðustu helgi og var heiðraður fyrir síðasta leik.

„Maður fylltist fyrst og fremst stolti. Þarna voru fjölskyldan og vinirnir mætt og maður er bara þakklátur fyrir að hafa fengið að vera í þessum fótbolta, á góðu leveli og það er mikið af verðmætum sem maður tekur út úr þessu eftir allan þennan tíma,“ sagði Guðjón í þættinum.

„Þetta er sorg, gleði söknuður. Það hellast margar tilfinningar yfir þig. En svo er maður kannski ekkert alveg horfin úr þessum fótbolta, aldrei að vita. En ég er bara kominn á aldur. Ég er búinn að gefa mikinn tíma og færa fórnir,“ sagði þessi 37 ára gamli miðjumaður.

„Ég hef verið spurður að því hvernig ég nenni þessu en þetta er bara lífstíll, ástríða, það sem ég hef mestan áhuga á. Þó það sé ekki margt sem ég hef ekki gaman að er þetta stærsta ástin.

Þetta hefur auðvitað mikil áhrif á lífið. Það eru miklar fórnir sem makar fótboltamanna þurfa að færa. Konan mín var sjálf í fótbolta og nú eru krakkarnir í þessu, þetta er bara lífstíll. Ég svosem sakna þess ekkert að fara ekki meira til Tene, þó ég væri alveg til í aðeins meiri þægindi,“ sagði Guðjón léttur í bragði.

Hann er ánægður með að hafa náð þeim markmiðum sem hann setti sér.

„Mig langaði að spila erlendis, mig langaði að vinna titla. Það var plakat sem ég gerði með Siggu Kling þegar ég var lítill með mynd af Íslandsmeistarabikar. Ég setti mér alls konar markmið og ég náði þeim öllum. Maður hefði kannski bara átt að vera með háleitari markmið.

Ég hef í raun náð öllum þeim markmiðum sem ég hef sett mér, ég er alveg heiðarlegur með það. Ég er mjög stoltur af þessum ferli. Það hafa verið margir á leiðinni til að hjálpa manni að ná þessum markmiðum, haft mikil áhrif á mig. Þetta er búin að vera góð vegferð.“

Þátturinn er í spilaranum og á helstu hlaðvarpsveitum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Óvissa með Cole Palmer

Óvissa með Cole Palmer
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ólgusjór í Kópavogi og spjótin beinast að Halldóri – Nýr samningur og markvörður liðsins sendir pillu á stuðningsmenn

Ólgusjór í Kópavogi og spjótin beinast að Halldóri – Nýr samningur og markvörður liðsins sendir pillu á stuðningsmenn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

United skoðar að spila fjölda æfingaleikja til að safna auri í kassann

United skoðar að spila fjölda æfingaleikja til að safna auri í kassann
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Myndband Villa Neto vekur athygli – „Ég get ekki sofnað þegar það er svona mikið af óréttlæti í heiminum“

Myndband Villa Neto vekur athygli – „Ég get ekki sofnað þegar það er svona mikið af óréttlæti í heiminum“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir
433Sport
Í gær

Martial verður liðsfélagi Ramos – Hafði verið orðaður við annað lið í landinu

Martial verður liðsfélagi Ramos – Hafði verið orðaður við annað lið í landinu
433Sport
Í gær

Arsenal reynir að framlengja við tvo lykilmenn

Arsenal reynir að framlengja við tvo lykilmenn