fbpx
Föstudagur 12.september 2025
433Sport

Eiður Smári titraði og skalf upp í sófa á þriðjudagskvöld þegar synir hans voru í eldlínunni

433
Föstudaginn 12. september 2025 13:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég titraði og skalf allan leikinn upp í sófa,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen fyrrum fyrirliði Íslands um leik landsliðsins gegn Frakklandi á þriðjudag. Eiður ræddi málið í hlaðvarpinu Dr. Football í dag.

Synir hans, Andri Lucas og Daníel Tristan Guðjohnsen voru báðir í byrjunarliði Íslands í leiknum þegar Ísland tapaði 2-1.

Andri skoraði mark Íslands í leiknum og skoraði annað mark seint í leiknum sem virkaði löglegt en dómari leiksins dæmdi af.

„Svekkelsið, ég segi bara ennþá að við gerðum jafntefli við Frakka á útivelli,“ segir Eiður.

Eiður segir að ekkert í andliti Andra hafi bent til þess að hann hefði brotið á sér yfir markið. „Ekki í andlitinu á honum, og ekki á Konate heldur. Hann var ekki að kvarta, ef þú sérð fyrir aftan markið. Hann er bara í áfalli, það var bara Mbappe sem var að kvarta.“

Eiður segir að íslenska liðið hafi átt stigið skilið. „Ég sé ekki mörg lið í þessum riðli fara þangað og sækja stig. Miðað við það sem við lögðum í leikinn, þá áttum við skilið að jafna.“

Daníel Tristan er 19 ára gamall leikmaður Malmö og var þarna að byrja sinn fyrsta A-landsleik. „Ég fékk í magann þegar ég sá að hann var að byrja, mér fannst hann komast rosalega vel frá sínu hlutverki. Þeir bræður gerðu það báðir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Óvissa með Cole Palmer
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Myndband Villa Neto vekur athygli – „Ég get ekki sofnað þegar það er svona mikið af óréttlæti í heiminum“

Myndband Villa Neto vekur athygli – „Ég get ekki sofnað þegar það er svona mikið af óréttlæti í heiminum“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir
433Sport
Í gær

Besti vinur Diogo Jota svarar fyrir ljóta umfjöllun – Látið líta út eins og ekkja Jota og hann væru í nánu sambandi

Besti vinur Diogo Jota svarar fyrir ljóta umfjöllun – Látið líta út eins og ekkja Jota og hann væru í nánu sambandi
433Sport
Í gær

Amorim telur að síðasta krabbameinið úr hópnum fari í dag

Amorim telur að síðasta krabbameinið úr hópnum fari í dag