Chelsea hefur náð samkomulagi um kaup á hollenska framherjanum Emanuel Emegha frá franska úrvalsdeildarfélaginu RC Strasbourg, en leikmaðurinn mun formlega ganga til liðs við enska félagið árið 2026.
Emegha, sem er 22 ára gamall, skoraði 14 mörk og lagði upp þrjú í 27 leikjum í Ligue 1 á síðustu leiktíð.
Frammistaða hans vakti mikla athygli og hann hefur verið talinn meðal efnilegustu ungu sóknarmanna Evrópu.
Félagaskiptin vekja nokkra athygli þar sem BlueCo sem á Chelsea er einnig eigandi Strassbourg.
Mikið samstarf er á milli félagana, Chelsea lánar unga leikmenn til Frakklands og létu Ben Chilwell fara þangað í sumar til að losna við hann frá Chelsea.