fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
433Sport

Víðir spyr hversu langt þetta eigi að ganga – „Viljum við það?“

433
Fimmtudaginn 11. september 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víðir Sigurðsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, er eins og flestir Íslendingar ósáttur við að jöfnunarmark Íslendinga gegn Frökkum í fyrrakvöld hafi verið dæmt af.

Íslenska liðið virtist ætla að sækja stig á útivelli þegar Andri Lucas Guðjohnsen skoraði sitt annað mark. Var það dæmt af fyrir afar litlar sakir með VAR og urðu lokatölur leiksins 2-1 fyrir Frakka.

„Hversu langt á VAR að ganga? Er ásættanlegt að mörk í fótboltaleikjum séu dæmd af vegna lítilsháttar snertingar? Snertingar sem viðkomandi leikmaður fann ekki fyrir og hafði engin áhrif á leikinn.

Þetta var það sem gerðist á Prinsavellinum í París í fyrrakvöld þegar jöfnunarmark Andra Lucasar Guðjohnsens var tekið af íslenska landsliðinu rétt fyrir leikslok gegn Frökkum. Kylian Mbappé fyrirliði Frakka krafðist þess að dómarinn færi í skjáinn, löngu eftir að hann hafði bent á miðjupunktinn og íslenska liðið hafði fagnað markinu góða stund,“ skrifar Víðir í blað dagsins.

„Dómarinn hlýddi stórstjörnunni, sá að Andri hafði komið örlítið við treyju Ibrahima Konaté í baráttu þeirra um boltann, rétt áður en hann skoraði markið, og taldi það næga ástæðu til að dæma markið af. Við mikla ánægju 40 þúsund áhorfenda í París. Sennilega var enginn meira hissa á þessu en Konaté sjálfur sem hafði legið eftir, svekktur yfir því að fá á sig mark. Datt ekki í hug að mótmæla.“

Víðir bendir á að svona komi upp oft í hverjum leik.

„Svona snertingar eins og hjá Andra gagnvart Konaté eiga sér stað 50 sinnum í hverjum leik. Nokkur slík tilvik eiga sér stað í hvert einasta skipti sem hornspyrna er tekin. Fótbolti er ekki leikur án snertinga. Leikmenn eru í stöðugum návígjum og ef dæma ætti aukaspyrnu í hvert sinn sem hægt er að merkja að treyja mótherjans hefði verið snert værum við komin í allt aðra íþrótt. Viljum við það?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Besti vinur Diogo Jota svarar fyrir ljóta umfjöllun – Látið líta út eins og ekkja Jota og hann væru í nánu sambandi

Besti vinur Diogo Jota svarar fyrir ljóta umfjöllun – Látið líta út eins og ekkja Jota og hann væru í nánu sambandi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Amorim telur að síðasta krabbameinið úr hópnum fari í dag

Amorim telur að síðasta krabbameinið úr hópnum fari í dag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Þakkaði öllum samherjum sínum í Frakklandi fyrir að hafa ekki orðið að skúrki

Sjáðu myndbandið – Þakkaði öllum samherjum sínum í Frakklandi fyrir að hafa ekki orðið að skúrki
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Birtir hótanir sem hún fær og segir þetta algengt – Hótað að vera nauðgað fyrir framan börnin sín

Birtir hótanir sem hún fær og segir þetta algengt – Hótað að vera nauðgað fyrir framan börnin sín
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rekstur KSÍ fyrir þetta ár á áætlun – Gert ráð fyrir rekstrargjöld verði tæpir 2 milljarðar

Rekstur KSÍ fyrir þetta ár á áætlun – Gert ráð fyrir rekstrargjöld verði tæpir 2 milljarðar
433Sport
Í gær

Breska ríkisútvarpið talar um hrylling og telja að starf Heimis sé í verulegri hættu

Breska ríkisútvarpið talar um hrylling og telja að starf Heimis sé í verulegri hættu
433Sport
Í gær

Ólga í Brasilíu – Komnir á HM en ömurleg undankeppni

Ólga í Brasilíu – Komnir á HM en ömurleg undankeppni
433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar – Isak mættur á sína fyrstu æfingu hjá Liverpool

Sjáðu myndirnar – Isak mættur á sína fyrstu æfingu hjá Liverpool