Andre Onana er formlega genginn í raðir tyrkneska félagins Trabzonspor frá Manchester United.
Kamerúnski markvörðurinn fer á láni út leiktíðina, en hann var ekki inni í myndinni hjá stjóranum Ruben Amorim á Old Trafford.
Onana var keyptur frá Inter fyrir tveimur árum og kostaði skildinginn, en hefur engan veginn staðist þær væntingar sem til hans voru gerðar hjá United.
Þá var Belginn Senne Lammens fenginn í sumar og fá hann og Altay Bayindir, sem hefur spilað fyrstu leiki tímabilsins, það hlutverk að berjast um markvarðastöðuna.
🧤 @AndreyOnana has completed a loan move to Turkish side Trabzonspor.
Best of luck for the remainder of 2025/26, Andre!
— Manchester United (@ManUtd) September 11, 2025