Aurélien Tchouaméni miðjumaður Real Madrid og franska landsliðsins var glaður í bragði eftir landsleik Frakklands og Íslands í fyrradag. Hann var feginn að vera ekki teiknaður upp sem skúrkur.
Tchouaméni fékk réttilega að líta rauða spjaldið í leiknum þegar hann tæklaði Jón Dag Þorsteinsson.
Tchouaméni þurfti að horfa á restina af leiknum í klefanum þar sem meðal annars mark var dæmt af íslenska landsliðinu.
Franski miðjumaðurinn var því léttur í lund eftir leik og þakkaði hverjum einasta samherja sínum fyrir að hafa klárað verkefnið. Hefði leikurinn ekki unnist er ljóst að gróf tækling Tchouaméni hefði verið mikið til umræðu.
Frakkland vann 2-1 sigur þar sem Tchouaméni átti gríðarlega stóran þátt í öðru marki liðsins.
😮💨 Après une fin de match à suspense… le 𝒔𝒐𝒖𝒍𝒂𝒈𝒆𝒎𝒆𝒏𝒕 𝒅’𝑨𝒖𝒓𝒆𝒍’, partagé avec toute l’équipe 💙#FiersdetreBleus
— French Team ⭐⭐ (@FrenchTeam) September 10, 2025