Kylian Mbappé, framherji Real Madrid, segir að miklir penignar sem hann hafi þénað hafi borið með sér fleiri vandamál en margir geri sér grein fyrir.
Mbappé, sem er sagður þéna um 1,2 milljónir punda á viku hjá spænska risanum, ræddi opinskátt um líf sitt og áskoranirnar sem fylgja því að vera einn dýrasti leikmaður heims í viðtali við L’Équipe.
„Því meiri peninga sem þú þénar, því fleiri vandamál hefurðu,“ sagði Frakkinn. „Það eru margir sem sjá ekki að líf þitt er að breytast, þeir vilja halda í ímyndina af þér sem barni þegar þú varst með þeim. En þú ert ekki sami einstaklingur lengur. Þú ert með ábyrgð, skuldbindingar, starf og reikninga að sinna,“ segir Mbappe.
Mbappé, sem er samningsbundinn Real Madrid til ársins 2029, segir að fólk utan frá átti sig ekki á vinnunni sem liggi að baki því að vera atvinnumaður í fótbolta. Hann viðurkennir að ef ekki væri fyrir ástríðuna sem hann hefur fyrir leiknum væri hann líklega orðinn „leiður“ á fótboltanum.
„Ég er svartsýnn þegar kemur að heimi fótboltans en ekki lífinu sjálfu. Lífið er stórkostlegt. Fótbolti er bara eins og hann er,“ sagði hann.
„Ég segi oft að fólk sem fer á leik sé heppið að fá bara að njóta sýningarinnar án þess að vita hvað raunverulega fer fram á bakvið tjöldin.“