Villi Neto, leikari og grínisti, sló á létta strengi í kjölfar hetjulegrar frammistöðu Strákanna okkar gegn Frökkum í undankeppni HM í vikunni.
Ísland tapaði 2-1 og var niðurstaðan heldur ósanngjörn, þar sem Andri Lucas Guðjohnsen skoraði það sem virtist vera löglegt jöfnunarmark í blálokin. Var það tekið af í VAR.
„Ég er hættur að horfa á fótbolta að eilífu,“ segir Villi í myndbandi sem hann birtir á samfélagsmiðlum.
„Það átti ekki að taka þetta mark af okkur,“ segir hann enn fremur og „Ég get ekki sofnað þegar það er svona mikið af óréttlæti í heiminum, ég bara get það ekki.“
Þetta skemmtilega innslag Villa má sjá hér að neðan (prófaðu að endurhlaða síðuna ef það birtist ekki).
View this post on Instagram