Kobbie Mainoo fór að íhuga að yfirgefa Manchester United fyrir þó nokkru síðan samkvæmt frétt ESPN.
Miðumaðurinn ungi reyndi að komast á láni frá United í sumar til að fá meiri spiltíma fyrir HM næsta sumar, en hann er ekki sáttur við hlutverk sitt hjá Ruben Amorim.
United tók það hins vegar ekki í mál að leyfa Mainoo að fara. Við það er leikmaðurinn ósáttur. Napoli vildi fá hann í sumar og mun hann reyna aftur að komast þangða í janúar.
Mainoo er þó sagður hafa haft áhyggjur af stöðu sinni hjá United löngu fyrir sumarið. Hófst þetta allt saman þegar hann sá fréttir um að United væri að skoða það að selja hann og Alejandro Garnacho, sem nú er farinn til Chelsea, til að styrkja stöðu sína gagnvart fjármálareglum.
Þá skrifaði Mainoo undir fjögurra ára samning með möguleika á því fimmta árið 2023. Eftir frábært EM 2024 með enska landsliðinu var það svo til skoðunar að hækka laun hans vel. Eigandinn Sir Jim Ratcliffe kom hins vegar í veg fyrir það. Ýtir það enn frekar undir óvissu um framtíð Mainoo.