Hæstiréttur hefur hafnað beiðni KA um að taka um mál Arnars Grétarssonar gegn félaginu. Bæði Héraðsdómur og Landsréttur höfðu dæmt Arnari sigur í málinu.
KA fór með málið til hæstaréttar sem telur ekki þörf á að taka málið fyrir þar. „ Að virtum gögnum málsins verður hvorki litið svo á að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni leyfisbeiðanda í skilningi 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991. Þá verður ekki séð að málsmeðferð fyrir héraðsdómi eða Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant eða dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi eða efni, sbr. 4. málslið sömu málsgreinar. Beiðni um áfrýjunarleyfi er því hafnað,“ segir í úrskurði Hæstaréttar.
KA þarf að greiða Arnari rúmar 9 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum frá 5. nóvember 2023 og 2 milljónir í málskostnað. Um þetta úrskurðaði Landsréttur í sumar.
Greiðslan snýr að hlutfalli sem Arnar átti að fá greitt af ávinningi KA-manna í Evrópukeppni sumarið 2023, samkvæmt ákvæði í samningi hans.
Arnar yfirgaf KA haustið 2022 en var þjálfari liðsins tímablið sem liðið tryggði sér þátttökurétt í Evrópu. Samkvæmt ákvæðinu átti hann því að fá 10 prósent af frjárhæðinni sem félagið fengi fyrir árangur í Evrópukeppni árið eftir.
Var það einhliða ákvörðun KA að nýta ekki krafta hans í síðustu leikjum tímabilsins 2022 samkvæmt niðurstöðu landsréttar og Arnar átti því rétt á sínu hlutfalli.