Fernandez er aðeins 17 ára gamall og er búinn að vera í leikmannahópi aðalliðs Barcelona í upphafi tímabils. Á hann að vera ein af vonarstjörnum félagsins.
Það er þó áhugi annars staðar frá og er United eitt af þeim félögum sem vilja Fernandez. Er hann þó einnig orðaður við Chelsea, Liverpool og Manchester City.
Einhvers staðar er því meira að segja skellt fram að United sjái Fernandez sem langtímaarftaka fyrirliðans Bruno Fernandes á Old Trafford.
Fernandez er U-17 ára landsliðsmaður Spánar. Er hann samningsbundinn Börsungum í tvö ár til viðbótar.