Íþróttafréttakonan Alison Bender, sem starfar hjá Sky Sports News, hefur opinberað ógeðfellda nauðgunarhótun sem hún fékk send á samfélagsmiðlum og segir slíkt ofbeldi því miður vera „mjög algengt“ meðal kvenna í íþróttamiðlum.
Bender, sem áður hefur starfað fyrir meðal annars Real Madrid TV, ESPN og Premier League Productions, birti skjáskot á Instagram-síðu sinni af skilaboðum þar sem ónafngreindur notandi hótar að nauðga henni „fyrir framan börnin hennar“.
Yfir myndinni skrifaði hún: „Blokkað og tilkynnt.“
Í kjölfarið deildi Bender fleiri færslum þar sem hún svaraði viðbrögðum fylgjenda sinna. Í einni færslunni skrifaði hún. „Hvað get ég sagt? Takk fyrir öll skilaboðin, þar á meðal þau sem segja að maðurinn eigi að vera kærður til lögreglu. Sorglegast finnst mér þó að ég kippti mér ekki mikið upp við þetta. Margir eru hneykslaðir, reiðir og sorgmæddir en fyrir okkur konur sem vinnum í þessum bransa er þetta því miður algengt,“ segir Bender
Hún bætti við að hún birti hótunina opinberlega í þeirri von að vekja athygli og breyta ástandinu.
„Ég kalla þetta út í þeirri von að það hætt– en í raun þurfum við meiri hjálp frá samfélagsmiðlunum sjálfum. Fólk ætti að vera þurfa að staðfesta tilveru sína og axla ábyrgð.“