Arsenal er á fullu í viðræðum við William Saliba og Bukayo Saka um að framlengja samninga sína við félagið.
Enskir miðlar segja að viðræður fari nú fram en báðir verða samningslausir eftir tæp tvö ár.
Arsenal vill ekki fara inn í næsta sumar þar sem þeir eiga bara ár eftir af samningi.
Það gæti orðið til þess að Arsenal stæði fram fyrir ákvörðun um að selja þá eða eiga í hættu á að missa þá frítt.
Saliba er 24 ára gamall franskur landsliðsmaður sem Real Madrid hefur sýnt áhuga en Saka er á sama aldri og hefur verið stjarna Arsenal síðustu ár.