Virgil van Dijk hefur verið heiðraður í heimalandinu sínu en uppeldisfélag hans Willem II hefur nefnt stúku í höfuðið á honum.
Van Dijk er staddur í heimalandinu þar sem hann var að spila landsleik en stúka á velli unglingaliðsins hefur verið nefndur Virgil van Dijk Tribune.
Van Dijk var í herbúðum Willem II frá 1999 til 2010 áður en hann fór til Groningen og þaðan til Celtic. Hann hélt síðan til Englands.
Van Dijk blómstraði hjá Southampton áður en hann var seldur til Liverpool þar sem hann hefur verið einn besti varnarmaður í heimi.
Hér að neðan má sjá Van Dijk með stúkunni sinni.
Virgil van Dijk’s boyhood club Willem II have named a stand in their youth stadium after him ❤️ pic.twitter.com/UYetjCh6Pc
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 9, 2025