Kobbie Mainoo mun aftur reyna að komast burt frá Manchester United til Napoli í janúar samkvæmt ESPN.
Miðjumaðurinn ungi bað um að fara á láni í sumar til að vera í lykilhlutverki á leiktíðinni í aðdraganda HM. United leyfði það ekki.
Mainoo er ósáttur við að fá ekki fleiri mínútur á Old Trafford og er sagt að hann reyni aftur að fara til Napoli í janúar.
ESPN segir að United muni þó ekki taka það í mál nema að leikmaður komi inn í hans stað.