Orri Steinn Óskarsson er enn dýrkaður og dáður hjá FC Kaupmannahöfn þó svo að hann hafi yfirgefið félagið og farið til Real Sociedad á Spáni í fyrra.
FCK birti ítarlegt viðtal við landsliðsfyrirliðann þar sem farið er um víðan völl, meðal annars þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið. Var það vorið 2022, þar sem FCK tók á móti Álaborg.
„Daginn áður átti ég að spila með U-19 á móti Silkeborg og sá svo að ég var utan hóps. Ég hugsaði: Hvað hef ég gert af mér núna?“ sagði Orri og hló, en þarna var hann tæplega 18 ára gamall.
„Svo var sagt við mig að ég væri að fara að spila með aðalliðinu. Ég sagði að þetta hlyti að vera grín, þetta var líka leikurinn þar sem við tókum á móti titlinum. Hákon (Arnar) og Ísak (Bergmann) voru auðvitað í aðalliðinu svo þetta var stór stund fyrir mig.“
Orri kom upp í gegnum yngri lið FCK, þróaði sinn leik, sló í gegn með aðalliðinu og var svo seldur til Sociedad sem fyrr segir.
I dette ‘forsinkede’ farvelinterview med Orri Oskarsson fortæller han om forholdet til FCK nu og målene, minderne og vejen fra FCK Talent til gennembrud på førsteholdet 🎥 #fcklive https://t.co/jvbe5Binle
— F.C. København (@FCKobenhavn) September 9, 2025