fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
433Sport

Margir Íslendingar reiðir yfir sjónvarpinu í gærkvöldi – Sýn sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins

433
Miðvikudaginn 10. september 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir knattspyrnuáhugamenn voru reiðir og pirraðir þegar þeir fylgdust með landsleik Frakklands og Íslands í undankeppni HM í gær. Útsendingin frá Sýn fraus sí og æ framan af leik.

Á veraldarvefnum mátti sjá marga kvarta undan þessu og misstu meðal annars margir af marki Íslands þar sem Andri Lucas Guðjohnsen skoraði í tapinu gegn Frakklandi.

Sýn segir að bilun hafi komið upp í kerfinu hjá þeim. „Viðskiptavinir sem eru að horfa á Ísland – Frakkland gætu fundið fyrir truflunum þessa stundina vegna bilunar. Unnið er að lausn. Við biðjumst afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda,“ sagði á vef Sýnar í gærkvöldi.

Miklar umræður sköpuðust á síðunni Dr. Football – Leikmenn. Einn þeirra sem lagði orð í belg var Jón Bjarni Steinsson. „Ég er búinn að sjá svona 3 min af fyrri hálfleik – er að missa vitið – hvað er í gangi,“ skrifaði Jón.

„Ömurlegasta app sem ég hef notað , þetta er alltaf svona eftir að þessu var breytt í sýn, er að horfa í sjónvarpi símans,“ skrifar annar.

Margir benda á að þeir hafi lent ítrekað í veseni með þjónustuna hjá Sýn undanfarið eftir að enska úrvalsdeildin fór aftur á rásir þeirra. „Áá lendi i veseni með það í hvert skipti sem ég reyni að horfa á leiki á sýn sport,“ skrifar Ármann Örn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ísak Bergmann segir landsliðið hafa verið rænt í París – „Ég er að drepast, ég fékk högg“

Ísak Bergmann segir landsliðið hafa verið rænt í París – „Ég er að drepast, ég fékk högg“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Jón Dagur ræðir subbulega brotið í París – „Ég fattaði það strax að þetta væri rautt, ég fann höggið“

Jón Dagur ræðir subbulega brotið í París – „Ég fattaði það strax að þetta væri rautt, ég fann höggið“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu sóðalegt brot og verðskuldað rautt spjald – Heppni að Jón Dagur meiddist ekki illa

Sjáðu sóðalegt brot og verðskuldað rautt spjald – Heppni að Jón Dagur meiddist ekki illa
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Carragher hjólar í Jadon Sancho og spyr hvað hann gerir vel

Carragher hjólar í Jadon Sancho og spyr hvað hann gerir vel
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gyökeres gæti misst af leikjum Arsenal vegna dómsmáls – Umboðsmaður hans kærir blaðamenn

Gyökeres gæti misst af leikjum Arsenal vegna dómsmáls – Umboðsmaður hans kærir blaðamenn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Svona er talið að Postecoglou muni stilla upp byrjunarliði Forest

Svona er talið að Postecoglou muni stilla upp byrjunarliði Forest