Dele Alli og Como hafa komist að samkomulagi um að rifta samningi hans og getur hann því samið við nýtt félag.
Hremmingar Dele halda áfram en hann samdi við Como í janúar en spilaði bara einn leik, hann fékk rautt spjald í honum.
Cesc Fabregas þjálfari Como fékk nóg af Dele og vildi hann burt.
„Dele vildi fá öruggan spilatíma og var ekki í plönum félagsins. Báðir aðilar töldu því rétt að samningi yrði rift áður en glugginn lokar. Félagið þakkar Dele fyrir tíma hans,“ sagði í yfirlýsingu.
Dele átti að verða stjarna í enska boltanum en hann missti flugið hjá Tottenham, hann var seldur til Everton en andleg veikindi gerðu honum erfitt fyrir. Hefur hann talað opinskátt um þau veikindi sín.