Manchester United hefur staðfest sölu á Antony til Real Betis, kaupverðið er 25 milljónir evra.
Antony kom til United fyrir þremur árum en félagið borgaði þá 100 milljónir evra fyrir kantmanninn frá Brasilíu.
Antony var ekki góður hjá United en það var Erik ten Hag fyrrum stjóri liðsins sem vildi fá hann með sér frá Ajax.
Antony var lánaður til Betis á síðustu leiktíð og fann sig vel, United fær 50 prósent af söluverði Antony ef hann fer frá Betis.
Kantmaðurinn vildi fá greiðslu frá United fyrir það að fara en fékk það ekki í gegn.
🗓️ September 1, 2022: Antony joins #MUFC from Ajax for up to €100million
🗓️ September 1, 2025: Antony leaves #MUFC for Real Betis for up to €25million, plus a 50% sell-on fee pic.twitter.com/j1SSgdSKkR— Simon Peach (@SimonPeach) September 1, 2025