Randal Kolo Muani er orðinn leikmaður Tottenham en hann kemur til félagsins á láni frá PSG.
Muani er franskur landsliðsmaður og var á láni hjá Juventus á síðustu leiktíð.
Ítalska félagið reyndi að kaupa hann en tókst ekki og Tottenham hoppaði inn á lokadegi gluggans.
Kolo Muani er stór og stæðilegur framherji en hann var keyptur til PSG sumarið 2023 en náði ekki flugi.
Félagaskiptaglugginn er lokaður og mun Kolo Muani berjast við Richarlison og Dominic Solanke um stöðu fremsta manns hjá Tottenham.
Bienvenue. pic.twitter.com/DZNlYBO5mI
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) September 1, 2025