BBC og fleiri miðlar í Bretlandi segja nú að Marc Guehi fari til Liverpool í dag frá Crystal Palace.
Skiptin voru sögð í hættu þegar Igor Julio labbaði burt af æfingasvæði Palace eftir læknisskoðun, ætlaði félagið að fá hann frá Brighton.
Igor ákvað að fara frekar til West Ham og er í læknisskoðun þar núna.
Breskir miðlar segja að Palace hafi hugsað málið en að Guehi fari til Liverpool fyrir 35 milljónir punda.
Guehi vildi fara til Liverpool og fór í læknisskoðun í London í dag, félagaskiptaglugginn á Englandi lokar klukkan 18:00.