Manchester United hefur staðfest að félagið hafi lánað Rasmus Hojlund til Napoli á Ítalíu. Ítalska félagið þarf líklega að kaupa hann á næsta ári.
Klásúla er í samningi félaganna um að Napoli kaupi danska framherjann ef félagið kemst í Meistaradeildina.
Napoli er ítalskur meistari og hefur styrkt lið sitt í sumar, Hojlund hefur verið í tvö ár á Old Trafford.
Hojlund er 22 ára gamall en hann lék áður með Atalanta á Ítalíu og þekkir deildina því vel.
Hojlund skoraði 26 mörk í 95 leikjum fyrir United en hann hefur skorað átta mörk í 26 landsleikjum fyrir Danmörk.