Hugo Ekitike framherji Liverpool hefur byrjað vel hjá félaginu en hann ákvað að skora sjálfsmark utan vallar um helgina.
Ekitike var að keyra 40 milljóna króna Benz jeppann sinn þegar hann ákvað að fara að taka upp Snapchat.
Franski framherjinn birti svo myndbandið opinberlega og gæti lögreglan ákveðið að sekta hann.
Ekitike hefur byrjað mótið vel hjá Liverpool en hann var keyptur frá Frankfurt í sumar og fær nú væna samkeppni frá Alexander Isak.
Ekitike var áður hjá PSG en fann taktinn í Þýskalandi og gerir nú vel á Anfield.