Rautt spjald sem Viktor Karl Einarsson, leikmaður Breiðabliks, fékk gegn Víkingi í stórleik Bestu deildarinnar í gær hefur verið milli tannanna á fólki.
Spjaldið kom snemma í seinni hálfleik í stöðunni 1-1. Átti Víkingur þá eftir að komast yfir en tíu leikmenn Blika jöfnuðu. Lokatölur 2-2.
Ívar Orri Kristjánsson dómari mat það sem svo að Viktor Karl hafi verið aftasti maður er hann braut á Daníel Hafsteinssyni. Margir eru á því að Damir Muminovic hafi enn verið í fínni stöðu til að verjast fyrir aftan hann.
Stuðningsmenn Breiðabliks voru auðvitað allt annað en sáttir og jusu úr skálum reiði sinnar á samfélagsmiðlum.
„Maður verður að hrósa Ívar Orra fyrir að hafa dottið þetta í hug,“ skrifaði sparkspekingurinn Hrafnkell Freyr Ágústsson til að mynda.
Kollegi hans Kristján Óli Sigurðsson tók enn dýpra í árinni. „Ívar Orri Rassgatsson að eyðileggja skemmtilegan leik.“
Hér að neðan má sjá atvikið úr útsendingu Sýnar.
Maður verður að hrósa Ívar Orra fyrir að hafa dottið þetta í hug.
— Hrafnkell Freyr Àgústsson (@hrafnkellfreyr) August 31, 2025
Ívar Orri Rassgatsson að eyðileggja skemmtilegan leik.
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) August 31, 2025
Til hamingju KSÍ og Ívar Orri. Flautaði Breiðablik úr mótinu.
— Freyr S.N. (@fs3786) August 31, 2025
Ívar orri vaknaði i morgun og hugsaði með ser, hvernig get eg eyðinlagt stærsta leik timabilsins, þvilikur truuuuuuður
— Eysteinn Þorri (@eysteinnth) August 31, 2025